Enski boltinn

Bikaróði Írinn leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
O'Shea varð fimm sinnum enskur meistari með Manchester United.
O'Shea varð fimm sinnum enskur meistari með Manchester United. vísir/getty
John O'Shea, leikmaður Reading, leggur skóna á hilluna í lok tímabils.

Reading greindi frá þessu á Twitter í dag sem er afmælisdagur O'Shea. Hann fagnar 38 ára afmæli sínu í dag.



O'Shea er uppalinn hjá Manchester United og lék með liðinu til 2011. Írinn vann allt sem hægt var að vinna með United, þ.á.m. fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu.

O'Shea gekk í raðir Sunderland 2011 og lék með liðinu í sjö ár. Á síðustu tveimur tímabilum sínum hjá Sunderland féll liðið niður um tvær deildir.

Írski varnarmaðurinn fór til Reading fyrir tímabilið. Hann hefur aðeins leikið tíu leiki í ensku B-deildinni í vetur. Reading, sem er í 20. sæti, tekur á móti Birmingham City í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn.

O'Shea lék 118 leiki fyrir írska landsliðið á árunum 2001-18 og skoraði þrjú mörk. Hann lék með Írum á EM 2012 og 2016.

United rifjaði upp fjögur eftirminnilegustu augnablik O'Shea í búningi félagsins í tilefni dagsins.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×