Vinsæl barnalög notuð til að hrekja í burtu heimilislausa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:04 Heimilislaus manneskja í Flórída (t.v.) og tónlistarmyndbandið við Baby Shark lagið fræga. getty/linda davidson/youtube Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“ Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“
Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira