Þyrlur og hundar hluti af víðtækri öryggisgæslu á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 20:15 Frá Mercedes Benz leikvanginum sem hýsir Super Bowl leikinn í ár. Getty/Kevin C. Cox Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira