Enski boltinn

Þétt dagskrá hjá Evrópumeisturunum í jólamánuðinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í sjötta sinn síðasta vor.
Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í sjötta sinn síðasta vor. vísir/getty
Mikið álag verður á Evrópumeisturum Liverpool í desember.

Í morgun kynnti FIFA leikjadagskrána fyrir HM félagsliða í Katar. Liverpool leikur í undanúrslitum mótsins miðvikudaginn 18. desember og á svo leik aftur laugardaginn 21. desember, annað hvort um gullið eða bronsið.

Ljóst er að færa þarf leik Liverpool gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem átti að fara fram 21. desember. Ef Liverpool kemst í 8-liða úrslit deildabikarsins þarf að færa leik liðsins sem hefði átt að fara fram annað hvort 17. eða 18. desember.

Fimm leikir eru á dagskránni hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í desember. Þá leikur liðið einn leik í Meistaradeild Evrópu í jólamánuðinum.

Liverpool lék síðast á HM félagsliða fyrir 14 árum. Rauði herinn tapaði þá fyrir Sao Paolo frá Brasilíu í úrslitaleik, 1-0.

Liverpool á eftir að leika tvo æfingaleiki áður en liðið mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn sunnudaginn 4. ágúst.


Tengdar fréttir

Klopp segir að hvorki Bale né Couthinho séu að koma til Liverpool

Framtíð þeirra Gareth Bale og Philippe Coutinho á Spáni er í uppnámi og hafa þeir verið báðir orðaðir við ensk félög síðustu vikur og daga. Knattspyrnustjóri Liverpool lokar samt á þann möguleika að þeir endi sem leikmenn Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×