Lið Gylfa sagt vera að bjóða sextíu milljónir og leikmann að auki fyrir Zaha Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:30 Wilfried Zaha í leik á móti Everton í apríl síðastliðnum. Getty/Warren Little Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira