Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno fagnar eftir að hafa sett niður sigurpúttið. vísir/getty Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14