Innlent

Undarlegur litur á Elliðaánum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hreinsaði upp um þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár á föstudag.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hreinsaði upp um þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár á föstudag. Vísir/vilhelm
Mjólkurhvítt vatn rennur úr ræsi í Elliðaánum við Reykjanesbrautina hjá Sprengisandi. Ásgeir Heiðar, veiðivörður, tók mynd af ánni og birti á Facebook.

Ásgeir Heiðar, átti leið um Elliðaárdalinn, Fossvogsmegin við Reykjanesbraut í gærkvöldi og sá að mjólkurhvítur vöku rann úr ræsi ofan í vesturkvísl árinnar.

„Ég hjólaði þarna fram hjá í gærkvöldi og hélt að þetta væri eitthvað tilfallandi,“ segir Ásgeir. Hann hafi hins vegar séð að ástandið væri óbreytt þegar hann átti leið hjá um morgun og tók mynd af ánni. Í samtali við fréttastofu segist hann ætla að taka sýn úr vatninu á eftir.

Síðastliðinn föstudag láku um 300 lítrar af dísilolíu úr olíutanki við Valshóla í Breiðholti þegar vörubíll keyrði utan í stein og fór hluti olíunnar ofan í niðurfall í götunni og í ofanvantskerfi borgarinnar sem liggur í settjörn í Elliðaárdalnum. Slökkviliðið áætlaði að um 100 lítrar af dísilolíunni hafi lekið í ofanvatnskerfið en ekki er vitað hvort liturinn í ánni stafi af því.

Sölustjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu að verið væri að rannsaka ástandið en gat lítið tjáð sig um málið.

 

 

Ásgeir birti myndina á Facebook-síðunni Elliðaár í dag. Ásgeir Heiðar

Tengdar fréttir

Óhress með borgina en sáttur við settjarnir

Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×