Tugprósenta hækkun á lárperum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 12:00 Lárperan hefur notið síaukinna vinsælda á undanförnum árum. Misgáfulegir greinendur hafa jafnvel haldið því fram að avókadóát ungs fólks sé ein af ástæðum þess að það eigi í erfiðleikum á fasteignamarkaði. Getty/Westend61 Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“ Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“
Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira