Minningarathöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Athöfnin fer fram klukkan 14:00 í dag við Kögunarhól. Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“. Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“.
Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira