Náði fyrstu þrennunni í Mars-æðinu í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:30 Ja Morant. AP/Jessica Hill Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019 Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019
Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira