Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45