Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45