Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða.
Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.
Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð.
Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist.
Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.
Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff.
Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið.
Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.
La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH
— Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019
Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað.
@EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work."
— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019
https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC
Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning.
— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019
No trace has currently been found
It was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 people
More info when available