Trópí fyrir bí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:15 Útlit og innihald Trópí og Minute Maid var nánast alfarið eins. Teitur Atlason Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri. Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri.
Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00