Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2019 22:15 vísir/vilhelm Leikurinn sem fór fram í DHL höllinni fyrr í kvöld var rosalegur og gífurleg skemmtun fyrir þann hlutlausa sem fylgdist með. KR var betri aðilinn á löngum köflum leiksins og með gott forskot þegar skammt var eftir af leiknum en missti það niður og framlengja þurfti leikinn. ÍR sótti sigurinn í framlengingunni með flautukörfu og eru með 2-1 forskot í einvíginu sem snýr aftur upp í Breiðholt á fimmtudaginn. Lokatölur 86-89 ÍR í vil. ÍR byrjaði betur og náðu að opna vönr KR trekk í trekk og virtist það vera að KR væru slegnir út af laginu. Þegar KR náði vopnum sínum og fundu taktinn varð leikurinn mjög jafn og var staðan 24-23 fyrir KR að lokum fyrsta leikhluta. KR-ingar héldu áfram að spila vel og náðu upp góðum varnarleik í öðrum og þriðja leikhluta sem þeir unnu með samtals 8 stigum og höfðu því níu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Á köflum í þriðja leikhluta fannst manni eins og ÍR væri ekki í takti og að KR-ingar myndu hlaupa í burtu með leikinn en einhvern veginn náðu strákarnir úr Breiðholtinu að halda forskoti heimamanna innan skynsamlegra marka þannig að það var séns áður en fjórði leikhluti hófst. ÍR byrjaði leikhlutann betur og söxuðu forskotið niður en KR náði þó að auka það aftur upp í níu stig þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þá lokuðu ÍR-ingar sjoppunni. KR skoraði ekki stig það sem eftir lifði af leiknum og ÍR náði 9-0 sprett og jöfnuðu leikinn. ÍR var með boltann en misstu hann þegar um 1.6 sekúnda var eftir af leiknum þegar dæmd var villa á Sigurð Þorsteinsson. Allir héldu að um venjulega villu var að ræða og að Helgi Magnússon væri á leiðinni á vítalínuna til að tryggja KR sigurinn. Það var hinsvegar rangt. Eftir að dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi breyttu þeir dómnum í sóknarvillu á Sigurð sem gerði það að verkum að KR fékk ekki víti. Lokaskotið klikkaði og leikurinn fór í framlengingu enda staða 78-78 þegar klukkan gall. Framlengingin var í miklu jafnvægi og skiptust liðin á körfum þangað til um mínúta var eftir. Liðin skiptust þá á að missa boltann frá sér og þegar 17 sek. voru eftir af henni þá vann ÍR boltann af KR-ingum og hélt í sókn í stöðunni 86-86. Kevin Capers hélt á boltanum og bjuggust örugglega flestir við því að hann myndi hoppa upp reyna skotið til að tryggja sigurinn. Annað kom á daginn því hann sendi boltann á Trausta Eiríkss. sem sendi hann á Sigurkarl Róbert Jóhannesson sem var galopinn í horninu. Sigurkarl skaut boltanum og klukkan rann út og boltinn söng í netinu þannig að ÍR vann leikinn á ótrúlegan hátt 86-89.vísir/vilhelmAfhverju vann ÍR? Hér er það hugurinn sem skiptir máli. Það má alveg færa rök fyrir því að KR sé með betra körfuboltalið en ÍR-ingar vilja það mikið að vinna þennan titil. Á hárréttum tímapunkti þá náðu gestirnir upp góðum varnarleik sem gerði það að verkum að þeir náðu að jafna leikinn og í framlengingunni héldu Breiðhyltingar haus og kláruðu leikinn. Það er óvanalegt að sjá KR brotna svona andlega en það er það sem gerðist. KR var með unnin leik í hendi en köstuðu honum frá sér og súpa seyðið af því.Bestir á vellinum? Mike Di Nunno var afgerandi bestur leikmann KR sóknarlega séð. Hann skilaði 27 stigum í hús, tók níu fráköst og skoraði mikið af stórum körfum fyrir heimamenn þegar ÍR reyndu að ná í skottið á þeim framan af leik. Hjá ÍR var Kevin Capers atkvæðamestur með 26 stig en hann fékk mikla hjálp frá félögum sínum og meiri en í seinasta leik. Það er það sem ÍR stendur fyrir. Liðsheild.Tölfræði sem vakti athygli? KR klikkaði á fimm vítaskotum í öllum leiknum. Þau komu hinsvegar öll í framlengingunni. Þeir höfðu hitt níu vítum í röð í venjulegum leiktíma og þarna kristallast það sem áður var sagt að KR brotnaði andlega í þessum leik.Hvað gerist næst? Einvígið fer upp í Breiðholt. Þar geta ÍR-ingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sem yrði í fyrsta sinn síðan 1977. Eftir síðasta sigurleik var mikið fagnað í lok leiks en það þýðir ekkert að fara fram úr sér fyrir Breiðhyltinga, fæturnir þurfa að vera fastir á jörðinni. KR-ingar fara nú aftur á rannsóknarstofuna og finna það sem þeir þurfa að gera til að ná í oddaleikinn. Leikurinn fer fram 2. maí næstkomandi.vísir/vilhelmJón Arnór: Voru bara sterkari í hausnum Fyrirliði KR var skiljanlega súr í bragði þegar blaðamaður náði á hann eftir tap KR fyrir ÍR í spennuþrungnum leik. KR var með unnin leik í höndunum og var Jón Arnór beðinn um að reyna að útskýra hvað gerðist. „Við bara brotnuðum niður. Þeir gerðu áhlaup sem við stoppuðum ekki og komust þeir þannig á bragðið og kláruðu leikinn bara í framlengingu. Þeir voru bara sterkari í hausnum í lokin og í framlengingunn þar sem við klikkuðum á vítum og þar fór leikurinn“. KR er því komið með bakið upp við vegginn og kannski komnir í óvanalega stöðu. Hvað getur KR gert milli leikja til að sækja sigurinn í næsta leik. „Þetta er samt ekki óvanaleg staða fyrir okkur. Við setjum bara upp sama leikplan og seinast og þar er ákefðin og grimmdin sem skóp þann sigur. Þannig að við þurfum að endurtaka það“.vísir/vilhelmMatthías: Okkur langar bara svo mikið í þetta ÍR hefur verið ótrúlegt í þessari úrslitakeppni og margoft verið dæmdir úr leik af áhugamönnum en alltaf koma þeir til baka. Matthías Orri var spurður hreinlega að því hvað væri að þeim? „Okkur langar bara svo rosalega mikið í þetta. Um leið og við finnum einhvern neist og finnum að við erum að spila saman af ákefð og greddu þá erum við bara ógeðslega góðir. Við vorum bara alltof lengi að kveikja á því í dag, vorum allt of seinir í gang og kann ég enga skýringu á því en núna þurfum við að fara að láta þetta telja“. „Við erum búnir að vinna tvisvar í DHL sem er erfitt og það er mikil orka sem fer í það. Við þurfum að fara að láta þetta telja, vinna á okkar heimavelli og fyrir framan okkar áhorfendur“. Blaðamaður spáði mikið í því hvort ÍR-ingar hefðu fagnað einum of mikið eftir fyrri sigurinn og spurði Matta hvað ÍR-ingar þyrftu að gera til að láta þennan sigur telja. „Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að vinna leikinn. Fatta að við töpuðum frekar illa seinast í Seljaskóla, fatta að við þurfum að gera þetta saman. Sýna orku og gleði. Það mun skila sigri en núna byrjar alvöru vinnan. Hvernig ætlum við að tækla það að vera yfir á móti KR á leiðinni heim“? „Þetta er bara risa verkefni, þetta er erfiðara en að spila leikinn. Hvernig tæklaru að vera nógu spenntur til að sýna orku en á sama tíma nógu rólegur til að hitta skotunum þínum. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna í en við gerðum það ekki nógu vel eftir seinasta sigurleik hérna. Við munum því fara strax núna í klefanum að tala um það hvernig við ætlum að stilla okkur rétt inn og klára þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fólkið í stúkunni og fyrir Breiðholtið“. Að lokum var spurt hversu mikið Breiðhyltingar vilja þetta. „Ég get án gríns ekki lýst og þess vegna ég ætla ég ekki að gera það. Það sést bara að viljinn í þessu liði er rosalegur. Við hættum aldrei og okkur langar rosalega í þetta og við ætlum að klára þetta á fimmtudaginn. Við verðum að gera það“. Dominos-deild karla
Leikurinn sem fór fram í DHL höllinni fyrr í kvöld var rosalegur og gífurleg skemmtun fyrir þann hlutlausa sem fylgdist með. KR var betri aðilinn á löngum köflum leiksins og með gott forskot þegar skammt var eftir af leiknum en missti það niður og framlengja þurfti leikinn. ÍR sótti sigurinn í framlengingunni með flautukörfu og eru með 2-1 forskot í einvíginu sem snýr aftur upp í Breiðholt á fimmtudaginn. Lokatölur 86-89 ÍR í vil. ÍR byrjaði betur og náðu að opna vönr KR trekk í trekk og virtist það vera að KR væru slegnir út af laginu. Þegar KR náði vopnum sínum og fundu taktinn varð leikurinn mjög jafn og var staðan 24-23 fyrir KR að lokum fyrsta leikhluta. KR-ingar héldu áfram að spila vel og náðu upp góðum varnarleik í öðrum og þriðja leikhluta sem þeir unnu með samtals 8 stigum og höfðu því níu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Á köflum í þriðja leikhluta fannst manni eins og ÍR væri ekki í takti og að KR-ingar myndu hlaupa í burtu með leikinn en einhvern veginn náðu strákarnir úr Breiðholtinu að halda forskoti heimamanna innan skynsamlegra marka þannig að það var séns áður en fjórði leikhluti hófst. ÍR byrjaði leikhlutann betur og söxuðu forskotið niður en KR náði þó að auka það aftur upp í níu stig þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þá lokuðu ÍR-ingar sjoppunni. KR skoraði ekki stig það sem eftir lifði af leiknum og ÍR náði 9-0 sprett og jöfnuðu leikinn. ÍR var með boltann en misstu hann þegar um 1.6 sekúnda var eftir af leiknum þegar dæmd var villa á Sigurð Þorsteinsson. Allir héldu að um venjulega villu var að ræða og að Helgi Magnússon væri á leiðinni á vítalínuna til að tryggja KR sigurinn. Það var hinsvegar rangt. Eftir að dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi breyttu þeir dómnum í sóknarvillu á Sigurð sem gerði það að verkum að KR fékk ekki víti. Lokaskotið klikkaði og leikurinn fór í framlengingu enda staða 78-78 þegar klukkan gall. Framlengingin var í miklu jafnvægi og skiptust liðin á körfum þangað til um mínúta var eftir. Liðin skiptust þá á að missa boltann frá sér og þegar 17 sek. voru eftir af henni þá vann ÍR boltann af KR-ingum og hélt í sókn í stöðunni 86-86. Kevin Capers hélt á boltanum og bjuggust örugglega flestir við því að hann myndi hoppa upp reyna skotið til að tryggja sigurinn. Annað kom á daginn því hann sendi boltann á Trausta Eiríkss. sem sendi hann á Sigurkarl Róbert Jóhannesson sem var galopinn í horninu. Sigurkarl skaut boltanum og klukkan rann út og boltinn söng í netinu þannig að ÍR vann leikinn á ótrúlegan hátt 86-89.vísir/vilhelmAfhverju vann ÍR? Hér er það hugurinn sem skiptir máli. Það má alveg færa rök fyrir því að KR sé með betra körfuboltalið en ÍR-ingar vilja það mikið að vinna þennan titil. Á hárréttum tímapunkti þá náðu gestirnir upp góðum varnarleik sem gerði það að verkum að þeir náðu að jafna leikinn og í framlengingunni héldu Breiðhyltingar haus og kláruðu leikinn. Það er óvanalegt að sjá KR brotna svona andlega en það er það sem gerðist. KR var með unnin leik í hendi en köstuðu honum frá sér og súpa seyðið af því.Bestir á vellinum? Mike Di Nunno var afgerandi bestur leikmann KR sóknarlega séð. Hann skilaði 27 stigum í hús, tók níu fráköst og skoraði mikið af stórum körfum fyrir heimamenn þegar ÍR reyndu að ná í skottið á þeim framan af leik. Hjá ÍR var Kevin Capers atkvæðamestur með 26 stig en hann fékk mikla hjálp frá félögum sínum og meiri en í seinasta leik. Það er það sem ÍR stendur fyrir. Liðsheild.Tölfræði sem vakti athygli? KR klikkaði á fimm vítaskotum í öllum leiknum. Þau komu hinsvegar öll í framlengingunni. Þeir höfðu hitt níu vítum í röð í venjulegum leiktíma og þarna kristallast það sem áður var sagt að KR brotnaði andlega í þessum leik.Hvað gerist næst? Einvígið fer upp í Breiðholt. Þar geta ÍR-ingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sem yrði í fyrsta sinn síðan 1977. Eftir síðasta sigurleik var mikið fagnað í lok leiks en það þýðir ekkert að fara fram úr sér fyrir Breiðhyltinga, fæturnir þurfa að vera fastir á jörðinni. KR-ingar fara nú aftur á rannsóknarstofuna og finna það sem þeir þurfa að gera til að ná í oddaleikinn. Leikurinn fer fram 2. maí næstkomandi.vísir/vilhelmJón Arnór: Voru bara sterkari í hausnum Fyrirliði KR var skiljanlega súr í bragði þegar blaðamaður náði á hann eftir tap KR fyrir ÍR í spennuþrungnum leik. KR var með unnin leik í höndunum og var Jón Arnór beðinn um að reyna að útskýra hvað gerðist. „Við bara brotnuðum niður. Þeir gerðu áhlaup sem við stoppuðum ekki og komust þeir þannig á bragðið og kláruðu leikinn bara í framlengingu. Þeir voru bara sterkari í hausnum í lokin og í framlengingunn þar sem við klikkuðum á vítum og þar fór leikurinn“. KR er því komið með bakið upp við vegginn og kannski komnir í óvanalega stöðu. Hvað getur KR gert milli leikja til að sækja sigurinn í næsta leik. „Þetta er samt ekki óvanaleg staða fyrir okkur. Við setjum bara upp sama leikplan og seinast og þar er ákefðin og grimmdin sem skóp þann sigur. Þannig að við þurfum að endurtaka það“.vísir/vilhelmMatthías: Okkur langar bara svo mikið í þetta ÍR hefur verið ótrúlegt í þessari úrslitakeppni og margoft verið dæmdir úr leik af áhugamönnum en alltaf koma þeir til baka. Matthías Orri var spurður hreinlega að því hvað væri að þeim? „Okkur langar bara svo rosalega mikið í þetta. Um leið og við finnum einhvern neist og finnum að við erum að spila saman af ákefð og greddu þá erum við bara ógeðslega góðir. Við vorum bara alltof lengi að kveikja á því í dag, vorum allt of seinir í gang og kann ég enga skýringu á því en núna þurfum við að fara að láta þetta telja“. „Við erum búnir að vinna tvisvar í DHL sem er erfitt og það er mikil orka sem fer í það. Við þurfum að fara að láta þetta telja, vinna á okkar heimavelli og fyrir framan okkar áhorfendur“. Blaðamaður spáði mikið í því hvort ÍR-ingar hefðu fagnað einum of mikið eftir fyrri sigurinn og spurði Matta hvað ÍR-ingar þyrftu að gera til að láta þennan sigur telja. „Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að vinna leikinn. Fatta að við töpuðum frekar illa seinast í Seljaskóla, fatta að við þurfum að gera þetta saman. Sýna orku og gleði. Það mun skila sigri en núna byrjar alvöru vinnan. Hvernig ætlum við að tækla það að vera yfir á móti KR á leiðinni heim“? „Þetta er bara risa verkefni, þetta er erfiðara en að spila leikinn. Hvernig tæklaru að vera nógu spenntur til að sýna orku en á sama tíma nógu rólegur til að hitta skotunum þínum. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna í en við gerðum það ekki nógu vel eftir seinasta sigurleik hérna. Við munum því fara strax núna í klefanum að tala um það hvernig við ætlum að stilla okkur rétt inn og klára þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fólkið í stúkunni og fyrir Breiðholtið“. Að lokum var spurt hversu mikið Breiðhyltingar vilja þetta. „Ég get án gríns ekki lýst og þess vegna ég ætla ég ekki að gera það. Það sést bara að viljinn í þessu liði er rosalegur. Við hættum aldrei og okkur langar rosalega í þetta og við ætlum að klára þetta á fimmtudaginn. Við verðum að gera það“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum