Valur braut blað í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 17:00 Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum. Vísir/Daníel Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira