Formúla 1

Metbyrjun hjá Mercedes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton og Bottas hafa báðir unnið tvær keppnir á tímabilinu.
Hamilton og Bottas hafa báðir unnið tvær keppnir á tímabilinu. vísir/getty
Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas, hafa skipst á að enda í efstu tveimur sætunum í fyrstu fjórum keppnum tímabilsins í Formúlu 1.

Bottas hrósaði sigri í kappakstrinum í Aserbaídsjan í gær og Hamilton varð annar. Þeir hafa unnið sitt hvorar tvær keppninnar það sem af er tímabili.

Ekkert lið hefur byrjað tímabil á því að taka fyrstu tvö sætin í jafn mörgum keppnum í röð og Mercedes í ár.





Williams átti gamla metið en ökumenn liðsins enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrstu þremur keppnunum 1992. Bretinn Nigel Mansell vann fyrstu fimm keppnirnar það tímabil. Liðsfélagi hans, Ítalinn Riccardo Patrese, endaði í 2. sæti í fyrstu þremur keppnunum 1992. Hann náði ekki að klára fjórðu keppni tímabilsins og Michael Schumacher á Benetton tók 2. sætið.

Mansell vann öruggan sigur í keppni ökumanna 1992. Hann fékk 108 stig, 52 stigum meira en Patrese. Schumacher varð svo þriðji með 53 stig.

Ef Hamilton og Bottas enda í tveimur efstu sætunum í kappakstrinum í Barcelona um þarnæstu helgi jafnar Mercedes metið yfir flest skipti í röð sem lið hefur átt ökumenn í efstu tveimur sætunum. Mercedes náði því 2014 og 2015-16 og Ferrari 1952 og 2002.

Bottas er efstur í keppni ökumanna með 87 stig, einu stigi á undan heimsmeistaranum Hamilton. Sebastian Vettel á Ferrari er þriðji með 52 stig.

Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiðla. Mercedes hefur náð í 173 stig en Ferrari er í 2. sætinu með 99 stig. Red Bull er í því þriðja með 64 stig.




Tengdar fréttir

Algjört klúður í fyrstu æfingu

Fyrstu æfingu fyrir Bakú kappaksturinn var aflýst, Hamilton nýtir tækifærið til að horfa á Game of Thrones.

Mercedes sigurvegari í Bakú

Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×