Gary Neville hló að Lukaku í beinni útsendingu Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 08:30 Romelu Lukaku var alveg búinn á því eftir einn góðan sprett í fyrri hálfleiknum. Getty/Simon Stacpoole Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira
Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira