Það er nú orðið ljóst að Kevin Durant mun ekki spila fyrsta leik Golden State og Portland í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar og hann gæti misst af fleiri leikjum.
Durant meiddist í rimmu Golden State og Houston en án hans náði Golden State samt að vinna Houston í sjötta leik liðanna og komast í úrslitin í sinni deild.
Þessi stórkostlegi leikmaður meiddist á kálfa og það mun taka sinn tíma að ná heilsu. Warriors er því ekki endilega að reikna með honum í leik tvö.
Fyrsti leikur liðanna fer fram í nótt.
