Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 18:49 Hótelið við ánna Ilz þar sem þrennt fannst látið, skotið með lásboga, á laugardag. AP/Matthias Schrader Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð. Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð.
Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15