Engin afsökun fyrir lögreglumanninn að hann var mjög ölvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 11:39 Fyrirsögnin á fréttinni á Kringvarpinu. Kringvarp Føroya Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið. Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið.
Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24