Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað.
Eina sem lögreglan vill segja er að leitin standi yfir og að fjölskyldumeðlimir hafi miklar áhyggjur af afdrifum hans. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra vildi ekki svara spurningum um hvort embættið komi að leitinni með einhverjum hætti.
Jón Þröstur er 41 árs, 182 cm á hæð með stutt hár. Hann sást síðast í Whitehall kl. 11 að morgni laugardagsins 9. febrúar. Whitehall er íbúðahverfi norðan við Dyflinni, þar má finna borgarháskólann í Dyflinni.
Lögregla verst allra fregna
Ari Brynjólfsson skrifar
