Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. júlí 2019 14:13 Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“ Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira