Grunaður kortaþjófur handtekinn á leið til Amsterdam og settur í varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 19:17 Alls eru þrír menn grunaðir í málinu. Vísir/Vilhelm/Getty/Kenishirotie Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna. Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50