Telja mengun í Kópavogslæk koma frá byggingarframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Greinilegur litur var í Kópavogslæk á fimmtudag. Reglulega berast heilbrigðiseftirlitinu ábendingar frá almenningi um mengun í læknum. Vísir Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir
Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45