Kim Kielsen gekkst undir hjartaaðgerð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2019 07:00 Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í lok september í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð. Mynd/Forsetaskrifstofan. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gekkst undir hjartaaðgerð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á föstudag. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq vitnar í upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um að aðgerðin hafi heppnast vel og gengið samkvæmt áætlun. „Kielsen mun nota næstu daga til að jafna sig. Að öðru leyti hefur hann engin áform um að hægja á sér og hann verður aftur kominn í vinnufötin um leið og líkaminn leyfir,“ hefur Sermitsiaq eftir ráðuneytisstjóranum Hans-Peder Barlach Christensen. Fjölskylda Kielsen og nánustu samstarfsmenn hafa fylgst með aðgerðinni og eru með honum, að sögn Sermitsiaq.Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland. Ráðuneytisstjórinn Barlach Christensen stendur við hlið hans. Nokkrum dögum seinna var greint opinberlega frá hjartavanda Kims.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skýrt var frá því í lok ágústmánaðar að Kim Kielsen þyrfti að gangast undir hjartaaðgerð og læknar hefðu ráðlagt honum að hafa hægt um sig. Þá kom fram að Kielsen hafi við setningu danska þjóðþingsins fyrir tveimur árum veikst skyndilega og verið fluttur á Ríkisspítalann í sjúkrabíl. Síðar hafi komið í ljós að hann glímdi við hjartasjúkdóm. Kielsen fékk fyrirmæli frá læknum fyrir setningu grænlenska þjóðþingsins í haust um að taka því rólega til að hjartalyf, sem hann þurfti að taka fyrir aðgerðina, hefðu tilætluð áhrif. Þetta var skömmu eftir að Kielsen fékk yfir sig fjölmiðlastorm þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland. Sjá hér: Grænland er ekki til sölu.Kim Kielsen hefur staðið í ströngu í grænlenskum stjórnmálum undanfarin ár. Hér er hann með Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem tekur ljósmynd fyrir mótmælanda í Nuuk þegar landið logaði í deilum um flugvallasamninginn við Dani,Mynd/TV-2, Danmörku.Kim Kielsen sendi sjálfur þessi skilaboð af sjúkrabeðinu inn á fésbókina sína í gær, laugardag: „Ég hef glímt við hjartasjúkdóm undanfarin tvö ár og hef af þeim sökum þrívegis verið lagður inn á sjúkrahús á þessu ári. Í gær gekkst ég undir aðgerð á Ríkisspítalanum. Allt gekk vel en mér er sagt að taka því rólega. Vona að þið eigið góðan dag, bros héðan.“ Heima á Grænlandi hóf Kim gríðarlega flugvallagerð með fyrstu sprengingu fyrir hálfum mánuði en flugvallamálinu hafa fylgt mikil stjórnmálaátök og kallað yfir Kim bæði stjórnarslit og vantrauststillögu eigin flokksmanna, sem hann hefur þó allt staðið af sér.Sjá nánar hér: Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Til stóð að Kim Kielsen fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. Trump aflýsti hins vegar Danmerkurheimsókninni eftir að forsætisráðherra Dana lýsti hugmyndinni um að kaupa Grænland sem fáránlegri. Daginn áður en Trump hætti við Danmerkurför var Kim í Reykjavík og í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins. 26. ágúst 2019 20:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gekkst undir hjartaaðgerð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á föstudag. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq vitnar í upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um að aðgerðin hafi heppnast vel og gengið samkvæmt áætlun. „Kielsen mun nota næstu daga til að jafna sig. Að öðru leyti hefur hann engin áform um að hægja á sér og hann verður aftur kominn í vinnufötin um leið og líkaminn leyfir,“ hefur Sermitsiaq eftir ráðuneytisstjóranum Hans-Peder Barlach Christensen. Fjölskylda Kielsen og nánustu samstarfsmenn hafa fylgst með aðgerðinni og eru með honum, að sögn Sermitsiaq.Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland. Ráðuneytisstjórinn Barlach Christensen stendur við hlið hans. Nokkrum dögum seinna var greint opinberlega frá hjartavanda Kims.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skýrt var frá því í lok ágústmánaðar að Kim Kielsen þyrfti að gangast undir hjartaaðgerð og læknar hefðu ráðlagt honum að hafa hægt um sig. Þá kom fram að Kielsen hafi við setningu danska þjóðþingsins fyrir tveimur árum veikst skyndilega og verið fluttur á Ríkisspítalann í sjúkrabíl. Síðar hafi komið í ljós að hann glímdi við hjartasjúkdóm. Kielsen fékk fyrirmæli frá læknum fyrir setningu grænlenska þjóðþingsins í haust um að taka því rólega til að hjartalyf, sem hann þurfti að taka fyrir aðgerðina, hefðu tilætluð áhrif. Þetta var skömmu eftir að Kielsen fékk yfir sig fjölmiðlastorm þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland. Sjá hér: Grænland er ekki til sölu.Kim Kielsen hefur staðið í ströngu í grænlenskum stjórnmálum undanfarin ár. Hér er hann með Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem tekur ljósmynd fyrir mótmælanda í Nuuk þegar landið logaði í deilum um flugvallasamninginn við Dani,Mynd/TV-2, Danmörku.Kim Kielsen sendi sjálfur þessi skilaboð af sjúkrabeðinu inn á fésbókina sína í gær, laugardag: „Ég hef glímt við hjartasjúkdóm undanfarin tvö ár og hef af þeim sökum þrívegis verið lagður inn á sjúkrahús á þessu ári. Í gær gekkst ég undir aðgerð á Ríkisspítalanum. Allt gekk vel en mér er sagt að taka því rólega. Vona að þið eigið góðan dag, bros héðan.“ Heima á Grænlandi hóf Kim gríðarlega flugvallagerð með fyrstu sprengingu fyrir hálfum mánuði en flugvallamálinu hafa fylgt mikil stjórnmálaátök og kallað yfir Kim bæði stjórnarslit og vantrauststillögu eigin flokksmanna, sem hann hefur þó allt staðið af sér.Sjá nánar hér: Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Til stóð að Kim Kielsen fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. Trump aflýsti hins vegar Danmerkurheimsókninni eftir að forsætisráðherra Dana lýsti hugmyndinni um að kaupa Grænland sem fáránlegri. Daginn áður en Trump hætti við Danmerkurför var Kim í Reykjavík og í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins. 26. ágúst 2019 20:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins. 26. ágúst 2019 20:06