Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:24 Andri Snær Magnason. Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“ Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30