Ekkert bendir til þess að sprungan í Eldey sé að stækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 15:30 Frá Eldey á dögunum. Vísir/Egill Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira