Stefan, sem er fæddur árið 1999, hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton. Þar spilaði hann með unglinga- og varaliði félagsins.
Grindvíkingum hefur gengið illa að skora mörk í Pepsi Max deildinni í sumar, aðeins skorað átta í 13 leikjum sem er versti árangur deildarinnar.
Þeir taka á móti ÍBV á morgun og ætti Stefan að geta spilað sinn fyrsta leik í gulu treyjunni þá.