Enski boltinn

Nokkrir leikmenn Cardiff hræddir við að fljúga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar og félagar þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Arsenal í gær.
Aron Einar og félagar þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Arsenal í gær. vísir/getty
Þó svo leikmenn Cardiff City hafi aldrei náð að spila með Argentínumanninum Emiliano Sala þá hefur hvarf hans haft djúpstæð áhrif á leikmenn félagsins.

Sala er dýrasti leikmaður í sögu félagsins en flugvél hans hvarf í sjóinn yfir Ermarsundi er hann var á leið sinni til félagsins. Hans var minnst fyrir leik Arsenal og Cardiff í gær sem og fyrir aðra leiki gærkvöldsins í enska boltanum.

„Það er erfitt að lýsa því hvernig leikmönnum félagsins líður. Þetta er óvenjuleg staða og mikill harmleikur,“ segir Sol Bamba, varnarmaður Cardiff.

„Það hafa allir orðið fyrir áhrifum vegna þessa harmleiks. Leikmenn, brogin og félagið í heild sinni. Við höfum fengið aðstoð og sumir leikmenn félagsins eru ekki spenntir fyrir því að fljúga lengur. Staðan er það slæm.

„Stjórinn hefur staðið sig ótrúlega vel og félagið líka í að fá fólk á svæðið sem leikmenn geta talað við ef þeir þurfa á því að halda. Margir þurfa þess og því vel gert hjá félaginu. Vonandi mun mönnum líða betur á næstu vikum.“



Klippa: FT Arsenal 2 - 1 Cardiff

Tengdar fréttir

Erfiðasta vikan á 40 ára ferli stjóra Arons Einars

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ræddi um atburði síðustu viku við blaðamenn í dag á fjölmiðlafundi fyrir leik Cardiff á móti Arsenal á morgun í ensku úrvalsdeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×