Ásdís hefur verið að setja inn myndbönd á samfélagsmiðla sína þar sem hún sést á æfingum.
Ásdís er að koma til baka eftir leiðinleg og lúmsk bakmeiðsli sem háðu henni mikið á síðasta tímabili en komu þó ekki í veg fyrir það að hún náði þrettánda sætinu í spjótkasti á EM í Berlín.
Hún ætlar sér að koma sterk inn í sumarið og heldur vonandi áfram á sömu góðu brautinni og hún hefur sýnt í þessum myndböndum sínum.
Það vita allir að Ásdís er spjótkastari í heimsklassa en í nýjasta æfingamyndbandinu sýnir hún það að Ásdís getur líka stokkið.
Ásdís sýnir svaka sprengju þar sem hún tekur þrístökkið með því að stökkva jafnfætis. Þetta er ekki á færi allra.
Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.