Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 13:37 Þingmennirnir sem voru gestir á Sprengisandi í dag gagnrýna útfærslu ríkisstjórnarinnar á vegtollum. Vísir/Pjetur Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira