Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:16 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar ömmu Catherine Streng með sér út á Atlantshafið. Catherine Streng Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019 Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira