„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ræddi ásakanir Miðflokksmanna í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent