Innlent

Bein útsending: Bergþór og Gunnar Bragi mæta aftur á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snjókorn falla á Austurvelli í dag og vafalítið munu ýmiss orð falla í þinghúsinu.
Snjókorn falla á Austurvelli í dag og vafalítið munu ýmiss orð falla í þinghúsinu. Vísir/Vilhelm
Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 þangað sem Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson ætla að snúa aftur eftir sjálfskipaða fjarveru vegna Klausturmálsins. Þetta tilkynntu þeir í morgun.

Óundirúnar fyrirspurnir eru á dagskrá upphafs þingfundar þar sem verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Þá mun fara fram fyrsta umræða um breytingar á lágmarksaldri þeirra sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er einn 21 flutningsmanna sem koma úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×