Formannsdagar Jóns á enda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. september 2019 07:15 Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. Fréttablaðið/Anton Brink Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira