Formannsdagar Jóns á enda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. september 2019 07:15 Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. Fréttablaðið/Anton Brink Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira