Íslendingar geti fengið fullan aðgang að netverslun Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta gleðifréttir. NordicPhotos/Getty „Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30