Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:51 Viðbrögð Ralph Northam við myndinni þykja ruglingsleg Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019 Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019
Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira