Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk. Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk.
Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira