Portúgalski knattspyrnumaðurinn var sakaður um nauðgun fyrir meira en tíu árum síðan en var svo hreinsaður af ásökunum þar sem ekki fundust nægar sannanir fyrir brotinu.
„2018 var líklega versta árið mitt þegar ég tala á persónulegu nótunum. Þegar að fólk vegur að heiðri þínum þá getur það haft mikið áhrif á þig,“ sagði Ronaldo í samtali við TVI sjónvarpsstöðina.
Cristiano Ronaldo says the rape allegation against him was an attack on his honour and led to the worst year of his life.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 21, 2019
Ronaldo talaði ekki beint um beint um ásakanirnar heldur sagði hann að honum liði ekki vel að tala um málið. Það tæki þó á þegar vegið væri að heiðri hans.
Hann væri þó þakklátur og stoltur að því að enn eina ferðina væri sakleysi hans sannað.