Innlent

Heimalind gata ársins í Kópavogi

Sylvía Hall skrifar
eru Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar og Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs auk yngstu íbúa Heimalindar sem hjálpuðu til við gróðursetningu trés í götu ársins.
eru Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar og Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs auk yngstu íbúa Heimalindar sem hjálpuðu til við gróðursetningu trés í götu ársins. Aðsend
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Gerðarsafni fimmtudaginn 22. ágúst en alls voru sjö viðurkenningar veittar fyrir hönnun og umhverfi. 

Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, afhjúpaði einnig viðurkenningarskjöld og flutti ávarp við athöfnina. 

„Við Heimalind standa níu lágreist einbýlishús, þrjú parhús og fimm raðhús. Íbúar hafa lagt rækt við að viðhalda sérkenni húsa og skapa falleg garðsvæði. Samspil forgarða og bygginga mynda fallega heild í landslaginu með samræmi í litum húsa og grænu yfirbragð,“ segir í umsögn um götuna. 

Í fréttatilkynningu kemur fram að bygging húsanna við Heimalind hafi hafist um 1998 og í kjölfarið risu falleg hús við eina „best skipulögðu götu bæjarins“. Lega götunnar og útlit húsanna eru sögð skapa upplifun um samheldni, náttúrutengsl og natni til þeirra sem við götuna búa.

Þá gróðursettu Margrét Friðriksdóttir, Andri Steinn Hilmarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs tré í götunni og nutu við það dyggrar aðstoðar yngstu íbúa götunnar.

Aðrar viðurkenningar voru:

Endurgerð húsnæðis:

Álfhólsvegur 48: Berglind Gear Bjarnadóttir og John Gear

Víghólastígur 24: Guðrún María Ólafsdóttir og Kári Pálsson

Umhirða húss og lóðar:

Skólagerði 22: Inga Sigurðardóttir, Ingólfur Einar Kjartansdóttir

Hrauntunga 93: Ingolf Jóns Petersen / Sigrún I Petersen

Hönnun:

Bæjarlind 5: Hornsteinar Arkitektar /Byggingafélagið Besta

Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði:

Sunnusmári 24-28: 201 Smári / Arkís arkitektar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×