Hætta við að banna skordýraeitur sem er talið valda heilaskaða í börnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 14:34 Klórpýrifos er meðal annars notað við ræktun á vínberjum auk fimmtíu tegunda af ávöxtum, hnetum, korni og grænmeti. Vísir/AP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir. Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir.
Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17