Holmes og Lowry efstir og jafnir | Endurkoma McIlroy dugði ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 19:22 Lowry er kominn upp að hlið JB Holmes á toppnum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn JB Holmes og Írinn Shane Lowry eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes og Lowry eru samtals á átta höggum undir pari, einu höggi á undan Englendingunum Tommy Fleetwood og Lee Westwood.Holmes var efstur eftir fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann lék á þremur höggum undir pari í dag. Lowry lék á fjórum höggum undir pari, líkt og í gær. Írinn fékk sex fugla á fyrstu tíu holunum en engan á síðustu átta.Our co-leader @ShaneLowryGolf#TheOpenpic.twitter.com/FZSA7ympZu — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli var jafn Holmes og Lowry í efsta sæti mótsins en fór illa að ráði sínu á síðustu tveimur holunum þar sem hann fékk skramba og skolla. Frittelli er í 8. sæti á fimm höggum undir pari, líkt og efsti maður heimslistans, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Spánverjinn Jon Rahm, sem lék frábært golf á fyrri níu holunum í gær, féll niður um níu sæti í dag, úr því þriðja og í það tólfta. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari. Heimamaðurinn Rory McIlroy, sem lék illa á fyrsta hringnum, bætti sig um 14 högg í dag. Norður-Írinn gerði heiðarlega tilraun til að komast í gegnum niðurskurðinn og var á endanum aðeins einu höggi frá því.A valiant fightback from a great Champion @McIlroyRory#TheOpenpic.twitter.com/KpLce7Ucet — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 McIlroy lék manna best í dag, á sex höggum undir pari líkt og Suður-Afríkumaðurinn Justin Harding (5. sæti) og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele (18. sæti).Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á sex höggum yfir pari. Phil Mickelson komst heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, náði sér mun betur á strik í dag en í gær. Ítalinn lék á tveimur höggum undir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá þriðja hring Opna breska hefst klukkan 09:00 á Stöð 2 Golf á morgun. Golf Tengdar fréttir Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05 Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn JB Holmes og Írinn Shane Lowry eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes og Lowry eru samtals á átta höggum undir pari, einu höggi á undan Englendingunum Tommy Fleetwood og Lee Westwood.Holmes var efstur eftir fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann lék á þremur höggum undir pari í dag. Lowry lék á fjórum höggum undir pari, líkt og í gær. Írinn fékk sex fugla á fyrstu tíu holunum en engan á síðustu átta.Our co-leader @ShaneLowryGolf#TheOpenpic.twitter.com/FZSA7ympZu — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli var jafn Holmes og Lowry í efsta sæti mótsins en fór illa að ráði sínu á síðustu tveimur holunum þar sem hann fékk skramba og skolla. Frittelli er í 8. sæti á fimm höggum undir pari, líkt og efsti maður heimslistans, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Spánverjinn Jon Rahm, sem lék frábært golf á fyrri níu holunum í gær, féll niður um níu sæti í dag, úr því þriðja og í það tólfta. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari. Heimamaðurinn Rory McIlroy, sem lék illa á fyrsta hringnum, bætti sig um 14 högg í dag. Norður-Írinn gerði heiðarlega tilraun til að komast í gegnum niðurskurðinn og var á endanum aðeins einu höggi frá því.A valiant fightback from a great Champion @McIlroyRory#TheOpenpic.twitter.com/KpLce7Ucet — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 McIlroy lék manna best í dag, á sex höggum undir pari líkt og Suður-Afríkumaðurinn Justin Harding (5. sæti) og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele (18. sæti).Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á sex höggum yfir pari. Phil Mickelson komst heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, náði sér mun betur á strik í dag en í gær. Ítalinn lék á tveimur höggum undir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá þriðja hring Opna breska hefst klukkan 09:00 á Stöð 2 Golf á morgun.
Golf Tengdar fréttir Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05 Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05
Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30