Sadio Mané: Væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 16:30 Sadio Mané með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Etsuo Hara Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira