„Ætlum okkur að keppa um alla titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 20:30 Grímur lyftir Íslandsmeistarabikarnum á loft. vísir/vilhelm Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn Olís-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn
Olís-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik