Akstur undir áhrifum jókst mikið í júní Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Tölurnar má sjá í afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira