Bayern München tapaði fyrir Bayer Leverkusen á heimavelli í þýsku Bundesligunni í fótbolta í kvöld.
Leon Bailey kom gestunum í Leverkusen yfir strax á tíundu mínútu eftir sendingu frá Kevin Volland.
Heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu. Leon Goretzka sendi boltann aftur fyrir vörnina á Thomas Muller. Það tók gestina hins vegar aðeins mínútu að komast yfir á ný.
Aftur var það Kevin Volland sem sendi boltann á Leon Bailey sem skoraði.
Bayern reyndi sitt til þess að finna jöfnunarmark en það kom ekki. Á 81. mínútu urðu gestirnir einum manni færri eftir að Jonathan Tah var rekinn af velli en það kom ekki að sök. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Leverkusen.
Bayern er í fjórða sæti með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Leipzig.
Tap hjá Bayern á heimavelli
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



