Óli Jóh: Vildi að við hefðum þorað að halda boltanum meira Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:10 Ólafur var í Evrópudressinu í kvöld vísir/bára Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira