Hlutu sviðslistaverðlaun fyrir túlkun sína á Rauðu seríunni Kristlín Dís Ingilínardóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Hallveig segir Rauðu seríuna eins konar hornstein hugmynda samfélagsins um rómantík. Fréttablaðið/Ernir Þær Hallveig Kristín Einarsdóttir, Gígja Sara Björnsson, Selma Reynisdóttir, og Tanja Huld Leví hlutu nýverið Antonia-verðlaunin á finnsku sviðslistahátíðinni Hangö Teaterträff fyrir verkið Harlequin. Verkið var unnið í samvinnu við finnska femíníska tvíeykið Blaue Frau og sænska listahópinn ÖFA en íslenska teymið sá um myndræna uppsetningu verksins. Sýningin er innblásin af Harlequin bókmenntum sem þekktastar eru á Íslandi í formi Rauðu seríunnar. Hallveig segir bækurnar vera risastórt menningarlegt fyrirbæri sem ekki sé gefinn mikill gaumur þrátt fyrir að mánaðarlega séu gefnir út yfir 80 titlar á heimsvísu. „Bækurnar eru eins konar hornsteinn hugmyndar samfélagsins um rómantík og hlutverk konunnar innan hennar,“ segir Hallveig en hún telur að boðskapur bókanna um hlutverk konunnar hafi nánast ekkert breyst síðan byrjað var að gefa þær út í kringum árið 1950. „Að láta sig falla fyrir karlmanni og gifta sig er hinn óumflýjanlegi endir.“ Áður en ferlið hófst hafði Hallveig dvalið stuttan tíma í rómantískum heimi Harlequin bókanna. „Ég hafði bara gluggað í eina bók, Fjórburar í hættu, sem pabbi gaf mömmu minni í jólagjöf jólin 2009 og hafði svo sem ekki komist langt.“ Í dag er annað uppi á teningnum en eftir að hafa lesið yfir 13 bækur fullyrðir Hallveig að Fjórburar í hættu sé með bestu titlum sem gefnir hafa verið út í þessum flokki. Hallveig segir ferlið hafa verið tilraun sem gekk óvart upp. „Það var mjög skrítið að vinna svona, það var takmarkað sem maður gat deilt með hinum hópunum en fyrir vikið urðu til þrír sjálfstæðir hlutar sem á endanum náðu að spila ótrúlega vel saman,“ en hóparnir þrír hittust aðeins þrisvar áður en kom að frumsýningarvikunni í Finnlandi. Þegar íslenski hópurinn mætti til Finnlands kom menningarlegur mismunur rómansanna í ljós. „Við komumst að því að íslensku bækurnar eru allt öðruvísi en þær sem gefnar eru út í Svíþjóð og Finnlandi, þannig að efnistökin voru svolítið mismunandi eftir hópum,“ segir Hallveig og bætir við að íslenska teymið hafi mest verið að vinna með kúrekasögur á meðan hinir hóparnir voru hugfangnari af sjúkrahússögum og ástarævintýrum ríkra ítalskra greifa. Eftir að upp komst um þennan mun ákvað hópurinn að færa fókusinn yfir á lesandann en Hallveig telur að þessi tegund bókmennta snúist helst um hann og bendir á að flestir titlar í þessari seríu séu einmitt skrifaðir af lesendum sjálfum. Lokaútkoman varð verkið Harlequin sem hlaut Antonia-sviðslistaverðlaunin á Hangö Teaterträff hátíðinni sem haldin er árlega í Hanko í Suður-Finnlandi. „Það var alveg klikkað að frumsýna á föstudegi og fá svo finnsk-sænsku sviðslistaverðlaunin daginn eftir, ég vissi ekki einu sinni að við hefðum verið tilnefndar,“ sagði Hallveig. En hún telur að verkið hafi meðal annars hlotið verðlaunin vegna þess að eingöngu konur komu að sköpun þess og að það hafi átt þátt í því að skapa andrúmsloft sem fólk var ekki vant að sjá á sviði. Verðlaunin segir hún mikilvæg sökum þess að sýningin fái nú framhaldslíf. „Okkur langar mikið að koma með sýninguna til Íslands og þær eru að vinna í að þýða hana eins og stendur, þannig að vonandi ýta þessi verðlaun undir þann draum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þær Hallveig Kristín Einarsdóttir, Gígja Sara Björnsson, Selma Reynisdóttir, og Tanja Huld Leví hlutu nýverið Antonia-verðlaunin á finnsku sviðslistahátíðinni Hangö Teaterträff fyrir verkið Harlequin. Verkið var unnið í samvinnu við finnska femíníska tvíeykið Blaue Frau og sænska listahópinn ÖFA en íslenska teymið sá um myndræna uppsetningu verksins. Sýningin er innblásin af Harlequin bókmenntum sem þekktastar eru á Íslandi í formi Rauðu seríunnar. Hallveig segir bækurnar vera risastórt menningarlegt fyrirbæri sem ekki sé gefinn mikill gaumur þrátt fyrir að mánaðarlega séu gefnir út yfir 80 titlar á heimsvísu. „Bækurnar eru eins konar hornsteinn hugmyndar samfélagsins um rómantík og hlutverk konunnar innan hennar,“ segir Hallveig en hún telur að boðskapur bókanna um hlutverk konunnar hafi nánast ekkert breyst síðan byrjað var að gefa þær út í kringum árið 1950. „Að láta sig falla fyrir karlmanni og gifta sig er hinn óumflýjanlegi endir.“ Áður en ferlið hófst hafði Hallveig dvalið stuttan tíma í rómantískum heimi Harlequin bókanna. „Ég hafði bara gluggað í eina bók, Fjórburar í hættu, sem pabbi gaf mömmu minni í jólagjöf jólin 2009 og hafði svo sem ekki komist langt.“ Í dag er annað uppi á teningnum en eftir að hafa lesið yfir 13 bækur fullyrðir Hallveig að Fjórburar í hættu sé með bestu titlum sem gefnir hafa verið út í þessum flokki. Hallveig segir ferlið hafa verið tilraun sem gekk óvart upp. „Það var mjög skrítið að vinna svona, það var takmarkað sem maður gat deilt með hinum hópunum en fyrir vikið urðu til þrír sjálfstæðir hlutar sem á endanum náðu að spila ótrúlega vel saman,“ en hóparnir þrír hittust aðeins þrisvar áður en kom að frumsýningarvikunni í Finnlandi. Þegar íslenski hópurinn mætti til Finnlands kom menningarlegur mismunur rómansanna í ljós. „Við komumst að því að íslensku bækurnar eru allt öðruvísi en þær sem gefnar eru út í Svíþjóð og Finnlandi, þannig að efnistökin voru svolítið mismunandi eftir hópum,“ segir Hallveig og bætir við að íslenska teymið hafi mest verið að vinna með kúrekasögur á meðan hinir hóparnir voru hugfangnari af sjúkrahússögum og ástarævintýrum ríkra ítalskra greifa. Eftir að upp komst um þennan mun ákvað hópurinn að færa fókusinn yfir á lesandann en Hallveig telur að þessi tegund bókmennta snúist helst um hann og bendir á að flestir titlar í þessari seríu séu einmitt skrifaðir af lesendum sjálfum. Lokaútkoman varð verkið Harlequin sem hlaut Antonia-sviðslistaverðlaunin á Hangö Teaterträff hátíðinni sem haldin er árlega í Hanko í Suður-Finnlandi. „Það var alveg klikkað að frumsýna á föstudegi og fá svo finnsk-sænsku sviðslistaverðlaunin daginn eftir, ég vissi ekki einu sinni að við hefðum verið tilnefndar,“ sagði Hallveig. En hún telur að verkið hafi meðal annars hlotið verðlaunin vegna þess að eingöngu konur komu að sköpun þess og að það hafi átt þátt í því að skapa andrúmsloft sem fólk var ekki vant að sjá á sviði. Verðlaunin segir hún mikilvæg sökum þess að sýningin fái nú framhaldslíf. „Okkur langar mikið að koma með sýninguna til Íslands og þær eru að vinna í að þýða hana eins og stendur, þannig að vonandi ýta þessi verðlaun undir þann draum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira