Banna beinar textalýsingar úr dómsal Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:56 Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. Vísir/Hanna Andrésdóttir Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt. Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt.
Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira