Plastið flutt til útlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:30 Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar